Rannsókn á svefnvenjum 4-12 ára barna með ADHD

ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Karitas Ósk Björgvinsdóttur og Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur, Cand. Psych. nema í sálfræði við Háskóla Íslands.

Þær ætla að rannsaka tíðni svefnvanda hjá börnum á aldrinum 4 –12 ára sem greinst hafa með ADHD og tengsl svefns við hegðun, líðan daglegar rútínur og skipulag í heimilisaðstæðum barnsins.

Niðurstöður rannsóknarinnar geta gefið vísbendingar um tíðni og eðli svefnvanda, tengsl hans við líðan og hegðun barnana, og daglegar rútínur þeirra. Niðurstöðurnar geta nýst fagaðilum til stefnumótunar og við skipulagningu á inngripum og meðferðarúrræðum fyrir börn með ADHD.

Þátttakendur verða foreldrar eða forráðamenn barna á aldrinum 4-12 ára sem greind hafa verið með Athyglisbrest með ofvirkni (ADHD).

Þátttaka felst í því að svara nokkrum spurningum ummbakgrunn sinn og barnsins og fimm spurningalistum:
1. Spurningalista um svefnvenjur barna (The Childrens Sleep Habits Questionnaire; CSHQ)
2. Ofvirknikvarðanum (ADHD Rating Scale)
3. Spurningalista um daglegar rútínur barna (Child Routines Questionnaire; CRQ)
4. Spurningalista um skipulag og óreiðu í heimilisaðstæðum
5. Spurningalista um styrk og vanda (Strength and Difficulties Questionnaire; SDQ)

Ekki er beðið um neinar persónuupplýsingar þar sem listinn er hvorki merktur forráðamanni né barni. Svör eru því ekki rekjanleg til einstakra þátttakenda. Þér ber að sjálfsögðu engin skylda til að taka þátt í þessari athugun og hægt er að hætta þátttöku hvenær sem er. Þér er einnig frjálst að sleppa því að svara einstaka spurningum á listunum eða listum í heild sinni.

Urður Njarðvík er leiðbeinandi og ábyrgðarmaður þessa verkefnis, sem er hluti af meistaraverkefni við Háskóla Íslands. Ef einhverjar spurningar vakna þá er þér velkomið að hafa samband, annað hvort við höfunda eða ábyrgðarmann.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband við rannsakendur:
• Karitas Ósk Björgvinsdóttir, Cand. Psych. nemi í sálfræði. (kob5@hi.is)
• Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir, Cand.Psych. nemi í sálfræði. (atho3@hi.is)
• Dr. Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ. (urdurn@hi.is, sími: 525-5957)

Þeir sem vilja taka þátt í rannsókninni smella á þennan hlekk: http://questionpro.com/t/AKtuwZQqWR

Frekari upplýsingar um rannsóknina