Vídeó spjallfundir ADHD samtakanna

Boðið verður upp á Vídeó / spjallfundi fram til vors 2014 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13.
Alls verður boðið upp á 8 slíka fundi en góðsfúslegt leyfi eigenda myndbandanna fékkst til að sýna þau á vegum ADHD samtakanna. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 4. febrúar en þá verður sýnd myndin ADD and loving it. Í henni er farið yfir hvað ADHD er og hver birtingarmynd þess er hjá fullorðnum.

Samhliða því fer leikarinn og grínistinn Patrick McKenna í gegnum greiningarferlið og eru sagðar ýmsar skemmtilegar sögur úr hans lífi sem eru einkennandi fyrir ADHD.
Þátturinn er unnin í samstarfi við PBS í Kanada.

Foreldrar ættu að láta sjá sig þar sem þetta gefur góða mynd af því hvað börnin þeirra gætu þurft að glíma við í framtíðinni ef þeim er ekki veitt góð fræðsla og stuðningur á yngri árum.

Snorri Páll Haraldsson leiðir fundina en fyrirkomulag þeirra verður með eftirfarandi hætti:

- Kynning
- Myndbandssýning
- Kaffihlé
- Umræður um efni myndar

Allir fundirnir hefjast klukkan 20:00 nema fundurinn 11. febrúar sem hefst klukkan 20:30.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku.

Nánari upplýsingar og skráning HÉR