Afsláttur fyrir félagsmenn á hraðlestrarnámskeið

Félagsmönnum bjóðast nú afsláttarkjör á námskeiði hjá Hraðlestrarskólanum. Sérstakur afsláttur verður veittur af almennu gjaldi til 1.júní 2014 eða 14.000 króna afsláttur.

Einbeitingarleysi við lestur útskýrist helst af hægum lestrarhraða sem ekki fullnýtir þann hraða sem hugurinn getur náð. Þeir sem eiga við athyglisbrest að stríða finna fyrir miklum mun við það að nýta þessa aðferð en í henni erum við stöðugt að halda huganum við efnið og fá hann til að taka þátt í lestrinum með því að finna aðalatriðin.

Almennt verð á námskeið er kr. 39.500,- verð til félagsmanna er því kr. 25.500,-
Afslátturinn gildir aðeins inn á almennu námskeiðin, helgarnámskeið, 3 vikna námskeið eða 6 vikna námskeið og gildir ekki með öðrum afsláttum. VR, Efling og önnur stéttarfélög niðurgreiða námskeið Hraðlestrarskólans að hluta fyrir félagsmenn.

Það eina sem félagsmenn í ADHD samtökunum þurfa að gera er að skrá afsláttarkóða ADHD í afsláttarreit við skráningu. Kóðinn fæst uppgefinn hjá samtökunum - adhd@adhd.is

Sjá nánar hér

Hraðlestrarskólinn