Málað til góðs í BYKO

Þröstur Emilsson og Heiðar B. Heiðarsson
Þröstur Emilsson og Heiðar B. Heiðarsson

Heiðar B. Heiðarsson varð fimmtugur árið 2013 og greindist með ADHD einu ári áður. Í tilefni stórafmælisins vildi hann gera eitthvað til að vekja fólk til vitundar um ADHD og láta gott af sér leiða í leiðinni.

Hann fékk þá hugmynd að mála eina mynd á mánuði í eitt ár og fékk samstarfsfólk sitt á vörustjórnunarsviði Byko til liðs við sig. Saman máluðu þau eina mynd í mánuði, þar sem hver og einn gat bætt við pensilstroku hér og pennastriki þar þegar hann vildi. Verkefnið „Málað til góðs“ hófst í janúar 2013 og stóð yfir allt árið 2013.

Í byrjun árs 2014 var síðan haldið uppboð á myndunum. Þær seldust allar og vörustjórunarsvið gaf ágóðann til ADHD samtakanna, en Þröstur Emilsson, framkvæmdarstjóri ADHD samtakanna, tók á móti gjöfinni í dag.

Hægt er að skoða myndirnar á facebooksíðu verkefnisins: https://www.facebook.com/groups/154618891365607/

Verkefnið nýttist ekki einungis sem fjáröflun fyrir samtökin, heldur einnig sem vitundarvakning um ADHD hjá starfsmönnum Byko. ADHD samtökin þakka Heiðari og félögum fyrir stuðninginn og frábæra vitundarvakningu.

  

Sjá facebook-síðu verkefnisins