Jólakort ADHD 2014

ADHD samtökin selja jólakort fyrir þessi jól líkt og áður. Kortið er teiknað af Mæju - Maríu Sif Daníelsdóttur myndlistarkonu og kostar pakki með 10 kortum aðeins 1.500 krónur.

LSH verið í spennitreyju frá árinu 2000

Fulltrúar 45 félagasamtaka, einkum sjúklingasamtaka styrktar-og stuðningsfélaga sjúkra og samtaka aldraðra, afhentu fyrir hádegi forseta Alþingis ályktun. Í ályktuninni er skorað á ríkisstjórn, fjárlaganefnd og Alþingi að gera nauðsynlegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að tryggja að umhverfi sjúklinga, aðstaða starfsfólks og nema standist bæði lög og þann metnað sem íslensk þjóð vilji sýna. Niðurskurður til Landspítala í fjárlagafrumvarpi næsta árs kunni að valda ómældum kostnaði fyrir spítalann. Rekstrarfé sem þar sé gert ráð fyrir muni ekki duga til að spítalinn geti veitt þá þjónustu sem lög kveði á um. Til að Ísland geti talist velferðarríki verði heilbrigðisþjónusta landsins að standast þær kröfur sem gerðar séu til sjúkrahúsa á Norðurlöndum.

Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn í kvöld

Við minnum á spjallfundinn fyrir foreldra og forráðamenn í kvöld, miðvikudag 5. nóvember. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf" og leiða fundinn Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir Vilhjálmur Hjálmarsson leikari með meiru.

Taktu stjórnina - Fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD

ADHD samtökin bjóða nú upp á fræðslunámskeið og ráðgjöf fyrir fullorðna með ADHD að Háaleitisbraut 13 4 hæð. Námskeiðið nefnist "Taktu stjórnina" og stendur í 10 klukkustundir, laugardagana 29. nóvember og 6. desember frá 11 - 16 báða dagana. Skráning er hafin á vef samtakanna en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og örfá sæti eru enn laus.

Mannréttindi fyrir alla - Ráðstefna ÖBÍ

Öryrkjabandalag Íslands býður til ráðstefnu fimmtudaginn 20.nóvember. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Mannréttindi fyrir alla" og verður þar kynnt hvernig framtíðarsýn bandalagsins tengist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis.

Náum áttum: Opinber umfjöllun um börn

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli á morgun, miðvikudag, 29. október undir yfirskriftinni "Opinber umfjöllun um börn - Ábyrgð fjölmiðla og foreldra". Þar verður sjónum beint að því hvernig fjallað er um börn í fjölmiðlum, um afbrot barna og hver réttur barna er gagnvart fjölmiðlum.

Fræðslunámskeið fyrir foreldra á Akureyri

Fræðslunámskeið ADHD samtakanna fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið á Akureyri laugardagana 1. og 8. nóvember 2014. Skráning er í gangi á vef samtakanna.

Lokað í dag vegna málþings

Skrifstofa ADHD samtakanna er lokuð í dag, föstudag 24. október vegna málþings samtakanna á Reykjavík Natura Icelandair Hotels "Láttu verkin tala".

Mótmæla harðlega niðurskurði til LSH

ADHD samtökin eru meðal 45 samtaka sem mótmæla harðlega að til standi að lækka framlög til rekstur Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í ályktun segir að við blasi að rekstrarfé sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, dugi ekki til að sjúkrahúsið geti veitt þá þjónustu sem lög kveða á um. Þau skora meðala annars á stjórnvöld að umhverfi sjúklinga og aðstandenda standist lög og metnað íslenskrar þjóðar.

Segir starfsemi ADHD teymis verða tryggða

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra segir að starfsemi ADHD-teymisins á Landspítala verði tryggð á næsta ári. Hvernig það verði gert eða í hvaða formi segist ráðherrann ekki hafa svör við nú