ADHD og jólin - rafrænn spjallfundur

Þá er komið að seinasta ADHD spjallfundi ársins hjá samtökunum og fer hann í loftið í kvöld þann 9. desember nk. kl. 20:30. Fjallað verður um undirbúning jóla og ADHD og mun Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um hvernig ýmislegt í jólaundirbúningnum og þeim spenningi sem fylgir jólunum getur valdið streitu og erfiðleikum hjá börnum og fullorðnu fólki með ADHD. Gefin verða góð ráð um hvernig hægt er að bregðast við breyttri rútínu fjölskyldunnar í jólafríinu. Jólin eru enda hátíð gleði og eiga að vera það hjá fólki með ADHD einnig ekki síður en öðrum. Fyrirlesturinn fer á heimasíðu ADHD samtakanna vegna COVID faraldursins og verður honum einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.

Lífið með ADHD - Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona í viðtali.

Í nýjasta þættinum af Lífið með ADHD mætir Hildur Kristín Stefánsdóttir tónlistarkona, sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu árin. Lífið með ADHD er hlaðvarp ADHD samtakanna, sem reglulega mun birta viðtalsþætti á ruv.is og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Ný íslensk barnabók; Elli - Dagur í lífi drengs með ADHD.

Elli – Dagur í lífi drengs með ADHD er ný íslensk barnabók, ríkulega myndskreytt, fjörug og byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensk drengs sem er með ADHD. Útgefandi er ADHD samtökin en höfundur og teiknari er Ari H.G. Yates en bókina vann hann í samstarfi við Elías Bjarnar Baldursson, þegar Elías var 9 ára gamall.