34. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka - Ertu með?

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19.ágúst 2017 og verður þetta í 34. sinn sem hlaupið er haldið. Vel á annað hundrað góðgerðarfélög taka þátt í áheitasöfnun hlaupsins. ADHD samtökin eru meðal fjölmargra félagsamtaka sem þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni geta hlaupið fyrir og um leið vakið athygli á málstaðnum. Áheitasöfnun fer fram á vefnum hlaupastyrkur.is