Enn spurt um biðlista

"Hyggst ráðherra hefja átak til að stytta biðlista eftir greiningu, m.a. hjá greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð?" ÞAnnig hljóðar hluti fyrirspurnar Elsu Láru Arnardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins og fulltrúa í velferðarnefnd Alþingis til Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Þingmaðurinn spyr ennfremur um aukið fjármagn til málaflokksins í þessu syni eða til annarra aðgerða í þágu barna sem bíða úrræða.

Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra tók í morgun við áskorun þúsunda einstaklinga til stjórnvalda þess efnis að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Átta félagasamtök, hrintu af stað undirskriftasöfnun um miðjan nóvember 2016 og var lokað fyrir söfnunina um miðjan janúar 2017. Þá höfðu 11.355 tekið þátt í áskoruninni.

GPS-námskeið fyrir stráka í mars - Skráning hafin

ADHD samtökin bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stráka í 8. til 10. bekk. Námskeiðið hefst laugardaginn 11. mars 2017 en foreldrakynning verður fimmtudaginn 9. mars. Skráning er hafin á vef ADHD.

Spjallfundur fyrir foreldra í kvöld - Kvíði og aðrar fylgiraskanir

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 8. febrúar 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum. Yfirskrift fundarins er "ADHD, kvíði og aðrar fylgiraskanir" og er umsjónarmaður Drífa Björk Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.