Embætti landlæknis: Mataræði barna með ADHD eða einhverfu

Fjölbreyttur og næringarríkur matur, í samræmi við opinberar ráðleggingar um mataræði og reglulegir matmálstímar, stuðla að góðu næringarástandi sem er mikilvægt fyrir vöxt og þroska og vellíðan allra barna. Meðferð við ADHD og einhverfu með sérstöku mataræði er ekki ráðlögð nema þegar grunur er um óþol og ætti þá að vera í samráði við næringarráðgjafa og aðra fagaðila. Embætti landlæknis birtir þessar upplýsingar á vef sínum í dag.

Ráðamenn sýni skilning í verki

Átta frjáls félagasamtök, sem öll vinna á einn eða annan hátt í þágu barna og unglinga, taka heilshugar undir hvert orð sem fram kemur í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga. Félögin skora á stjórnvöld að bregðast nú þegar við athugasemdum sem fram eru settar í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Frjáls félagasamtök hafa til fjölda ára, ítrekað vakið athygli á ástandinu og afleiðingum aðgerðaleysis. Í áskorun félaganna segir að nú sé lag til að láta verkin tala og þau treysti því að ráðamenn sýni skilning sinn í verki.

Óviðunandi bið eftir geðheilbrigðis- þjónustu fyrir börn og unglinga

Að mati Ríkisendurskoðunar er sá langi biðtími sem hefur einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga óviðunandi. Auk þess að ganga gegn lögbundnum skyldum ríkisins stefnir þessi bið bæði langtímahagsmunum þess og velferð borgaranna í tvísýnu. Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga.

Munið spjallfundinn í kvöld

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld miðvikudaginn 17. febrúar kl. 20:30 fyrir foreldra barna og ungmenna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "Hegðunarvandi og neysla" og leiðir Sólveig Ásgrímsdóttir fundinn. Fundurinn verður að Háaleitisbraut 11-3, í fundarsal á 4.hæð. Allir velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD

Fræðslunámskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 27. febrúar og 5. mars 2016. Skráning er hafin á vef ADHD.

Spjallfundur í kvöld fyrir fullorðna: Áskoranir daglegs lífs

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20:30 fyrir fulloðna með ADHD að Háaleitisbraut 13. Yfirskrift fundarins er "Áskoranir daglegs lífs" og leiðir Drífa Pálín Geirsdóttir fundinn. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

RÚV: ADHD-börn þurfi meiri svefn

Unglingar sem glíma við einkenni athyglisbrests og ofvirkni þurfa meiri svefn en jafnaldrar þeirra sem ekki glíma við slíkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Bergen í Noregi. Hún birtist í fræðiritinu Behavioral Sleep Medicine. RÚV greinir frá.