Gleðileg jól

Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi ári, með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Velunnurum eru færðar sérstakar þakkir fyrir hlýhug í garð samtakanna. Skrifstofa ADHD Samtakanna verður lokuð frá og með fimmtudegi 21. desember. Skrifstofan opnar að nýju þriðjudaginn 2. janúar 2018 kl. 13:00

Góði hirðirinn styrkir ADHD samtökin

Góði hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu, afhenti ADHD samtökunum í dag, styrk að upphæð kr. 500.000. Styrkurinn er ætlaður til útgáfu fræðsluefnis um ADHD og konur og ADHD og samskipti systkina. ADHD samtökin voru ein 13 félagasamtaka sem fengu styrk í jólaúthlutun Góða hirðisins en alls var úthlutað styrkjum að upphæð tæpar sjö milljónir króna. Frá upphafi hefur Góði hirðirinn úthlutað 227 milljónum króna í styrki eða um 13 milljónum króna á ári að meðaltali. ADHD samtökin þakka af einlægni þann hlýhug sem starfsfólk Góða hirðisins og Sorpu sýna samtökunum.

Stjórn ÖBÍ lýsir vonbrigðum með fjárlagafrumvarpið

Stjórn Öryrkjabandalags Íslands, á neyðarfundi sínum 18. desember 2017, lýsir gríðarlegum vonbrigðum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Skorað er á þingheim að standa við gefin loforð með því að gera strax mannsæmandi breytingar á framlögðu fjárlagafrumvarpi og leiðrétta kjör örorkulífeyrisþega: - Hækka þarf óskertan lífeyri almannatrygginga verulega - Afnema verður „krónu-á-móti-krónu“ skerðingu sérstakrar framfærsluuppbótar

Síðasti spjallfundur ársins í kvöld - Jólafundur

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund í kvöld, miðvikudaginn 6. desember 2017 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - I.hæð og er öllum opinn. Þetta er síðasti spjallfundurinn fyrir jól og verður yfirbragð hans með jólalegu sniði. Allir eru velkomnir, heitt á könnunni, kakó og smákökur og kósý stemmning sem kostar ekkert. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Jólakort ADHD til sölu

ADHD samtökin selja jólakort fyrir þessi jól líkt og áður. Tveir pakkar eru til sölu en öll kortin eru með myndum eftir Mæju - Maríu Sif Daníelsdóttur. Annars vegar eru sex kort í pakka með tveimur myndum, "Herramaður í jólabúningi" og "Eintóm gleði" og kostar pakkinn kr. 1.800,-. Hins vegar eldra kort ADHD, Jólagleði, ský, ást og friður". Tíu kort eru í pakka og kostar hann aðeins kr. 2.000,-