Góði hirðirinn styrkir ADHD samtökin

Góði hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu, afhenti ADHD samtökunum í dag, styrk að upphæð kr. 500.000.

Styrkurinn er ætlaður til útgáfu fræðsluefnis um ADHD og konur og ADHD og samskipti systkina.

ADHD samtökin voru ein 13 félagasamtaka sem fengu styrk í jólaúthlutun Góða hirðisins en alls var úthlutað styrkjum að upphæð tæpar sjö milljónir króna.

 

Fulltrúar styrkþega ásamt starfsfólki Góða hirðisins

Það er ávallt hátíðleg stund þegar Góði hirðirinn afhendir styrki og segir á fb-síðu Góða hirðisins að það sé dýrmætt fyrir starfsfólk Góða hirðisins og SORPU að sjá ágóðann af starfi þeirra renna til góðra mála og nýtast til að efla og auðga líf þeirra sem á þurfa að halda.

Frá upphafi hefur Góði hirðirinn úthlutað 227 milljónum króna í styrki eða um 13 milljónum króna á ári að meðaltali.

ADHD samtökin þakka af einlægni þann hlýhug sem starfsfólk Góða hirðisins og Sorpu sýna samtökunum.

Umfjöllun á fb-síðu Góða hirðisins

Senda póst til ADHD samtakanna