Áfram stelpur! - síðustu forvöð til að skrá sig

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á Áfram Stelpur! námskeiðið sem er nú í maí, námskeiðið er það síðasta fyrir sumarið og verður ekki aftur fyrr en í haust. Kennt er í fjórum lotum miðvikudagsmorgnanna 4, 11, 18 og 25. maí milli 9:00 og 11:30 Markmið námskeiðs: Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd. Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.

Ertu í prófum, hverfur tíminn?

Hugmyndafundur ungs fólks „Okkar líf-okkar sýn“

Þann 29. apríl næstkomandi stendur ÖBÍ fyrir hugmyndafundi ungs fólks á aldrinum 13-18 ára er nefnist „OKKAR LÍF-OKKARSÝN“ en tilgangur þess er að gefa ungmennum með fatlanir og raskanir tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Þessi vettvangur er kjörið tækifæri fyrir börn með ADHD að láta rödd sína heyrast. Hvað vilja þau sjá og hvað mætti samfélagið gera betur til að koma til móts við þeirra þarfir.

ADHD Samtökin taka á móti styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðherra

ADHD Samtökin voru ein af 23 félagasamtökum- og verkefnum sem var í dag úthlutaður styrkur af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, Félags- og vinnumarkaðsráðherra. Að þessu sinni var lögð sérstök áhersla á verkefni sem hvetja til virkni, vellíðan og valdeflingar einstaklinga í viðkvæmri stöðu, svo sem þá sem búa við félagslega einangrun, ofbeldi eða aðstæður sem hindra þátttöku í samfélaginu. Allt eru þetta gildi sem eru hornsteinn í starfsemi ADHD Samtakanna og því sannur heiður að hljóta þennan styrk og ver í svona fríðu föruneyti félagasamtaka- og verkefna.

Aðalfundur ADHD samtakanna árið 2022

Aðalfundur ADHD samtakanna árið 2022 fór fram miðvikudaginn 30. mars 2022 í húsakynnum félagsins að Háaleitisbrut 13. Á fundinum var kjörið í stjórn samkvæmt lögum samtakanna, ársreikningar vegna 2021 afgreiddir, viðamiklar lagabreytingar samþykktar og ályktað um þá óviðandu stöðu sem nú ríkir hjá hinu opinbera við greiningar og þjónustu við fólk með ADHD. Árgjaldið verður óbreytt, kr 3650 og hafa kröfur vegna þess verið stofnaðar i heimabanka félagsfólks.