Birtingarmyndir ADHD - Nýtt kynningarmyndband

ADHD samtökin hafa, í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, látið gera kynningarmyndband um birtingarmynd ADHD. Tjarnargatan sá um gerð myndbandsins. Í myndbandinu má glöggt sjá eina af birtingarmyndum ADHD og jafnframt er reynt að draga fram þá kosti sem einstaklingar með ADHD búa yfir og geta nýtt sér í leik og starfi.

LED Spinners og METAL Spinners

ADHD samtökin hafa nú fengið til sölu LED Spinners og METAL Spinners. Sjö mismunandi litir eru til af LED Spinnerum og fimm mismunandi tegundir af METAL Spinnerum.