ADHD og nám - fræðslufundur á Facebook.

Á meðan samkomubann stjórnvalda stendur, munu ADHD samtökin standa fyrir vikulegum opnum fræðslufundum á Facebook síðu samtakanna. Sá fyrsti verður, miðvikudaginn 1. apríl kl. 19:30 um ADHD og nám á tímum kórónuveirunnar. Vinsamlega komið upplýsingum um fundinn á framfæri ef mögulegt er.

ADHD og nám á tímum kórónuveirunnar - ábendingar frá ADHD samtökunum.

ADHD samtökin beina til skólastjórnenda að huga sérstaklega að nemendum með ADHD og skildar raskanir, enda vitað að þeir einstaklingar eru sérstaklega viðkvæmir þegar kemur að röskun á skólastarfi og auknum kröfum um heimanám, verkefnaskil og sjálfsnámi. Samtökin lýsa sig reiðubúin til ráðgjafar og samstarfs og munu standa fyrir opnum fræðslufundum á Facebook á meðan á samkomubanni stjórnvalda stendur.

Viðburðahaldi frestað vegna kórónuveirunnar.

Vegna kórónuveirufaraldursins hafa ADHD samtökin ákveðið að aflýsa öllu viðburðahaldi samtakanna sem fyrirhugað var í mars og apríl mánuðum. Fyrirhugaðir spjallfundir, námskeið og aðalfundur samtakanna falla því niður eða verða fundinn nýr tími þegar betur stendur á.

Velferðarráð Reykjavíkur styrkir ADHD samtökin.

Velferðarráð Reykjavíkur hefur úthlutað ADHD samtökunum myndarlegum styrk að upphæð kr. 1.500.000,- vegna tveggja mikilvægra verkefna á yfirstandandi ári. Annarsvegar er um að ræða styrk til að þýða fræðslubæklinga ADHD samtakanna yfir á Pólsku og Ensku og hinsvegar styrk til að veita fólki með ADHD, ráðgjöf og stuðning í ýmsu formi, m.a. með símaþjónustu, spjallfundum, námskeiðahaldi ofl.