Viðburðahaldi frestað vegna kórónuveirunnar.

Ekkert viðburðahald á vegum ADHD samtakanna í mars vegna kórónuveirunnar.
Ekkert viðburðahald á vegum ADHD samtakanna í mars vegna kórónuveirunnar.

Vegna kórónuveirufaraldursins hafa ADHD samtökin ákveðið að aflýsa öllu viðburðahaldi samtakanna sem fyrirhugað var í mars og apríl mánuðum.

Fyrirhugaðir spjallfundir í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á Akureyri falla því niður í mars og apríl en fræðslunámskeiði fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD , Ég get! sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni með ADHD og  aðalfundi samtakanna verður frestað um óákveðinn tíma.  Skrifstofa samtakanna verður áfram opin og ráðgjöf og upplýsingar veitt í gegnum síma og með rafrænum hætti eins og verið hefur.

Fyrir lok apríl verður staðan metin að nýju og ákveðið með viðburðahald samtakanna í vor og haust.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, Hrannar Björn Arnarsson.