Frábær mæting á fræðslufundinn Hvað er DLD?
27.09.2024
Fullt var út úr dyrum á fræðslufundi ADHD samtakanna 25. september síðastliðinn. Mikill fjöldi fylgdist líka með í streymi á ADHD í beinni á facebook. Það var Signý Gunnarsdóttir talmeinafræðingur sem sá um fræðsluna. Næsti fræðslufundur er 2. október nk. og verður hann aðgengilegur í streymi fyrir félagsfólk.