Náum áttum: Eru jólin hátíð allra barna?

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli, miðvikudagin 26. nóvember undir yfirskriftinni "Eru jólin hátíð allra barna? - velferð, vernd, virkni og virðing". Þar verður sjónum beint að aðventu og jólum, áfengisneyslu um jól, markaðssetningu jólanna og ólíkum fjölskyldugerðum.

Fyrirlesarar eru Ása Kristín Magnúsdóttir sálfræðingur SÁÁ, Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi, Hjálparstofnun krikjunnar og Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi MA.

Í lok fundarins verða opnar umræður. Fundarstjóri er Salbjörg Bjarnadóttir.
Fundurinn hefst klukkan 8:15 og stendur til klukkan 10.
Þátttökugjald er 2.100 krónur og er morgunmatur innifalinn í gjaldinu.

Skráning á fundinn