Ég er UNIK - fríar rafbækur í tilefni vitundarmánaðar

Í tilefni af alþjóðlegum ADHD vitundarmánuði vill "Ég er unik" verkefnið leggja sitt af mörkum til þess að fræða samfélagið um ólíkar birtingarmyndir ADHD og býður því 20 fjölskyldum fríar rafrænar bækur.

Á vefnum egerunik.is er hægt að búa til persónulegar bækur um börn med ADHD eða á einhverfurófi til þess að hjálpa þeim að útskýra þeirra áskoranir og styrkleika.

Á vefnum eru fyrirfram skrifaðir textar sem hægt er að velja úr, eftir því hvað passar einstaklingnum best. Textana er einnig hægt að laga, bæta við þá eða breyta.

Bókin er svo myndskreytt með persónulegum myndum og hönnun að eigin vali.

Þetta er falleg og praktísk gjöf og tilvalin til að senda á fjölskyldu, vini, kennara, bekkjarfélaga og hvern þann sem þið óskið aukins skilnings frá.

Nánari upplýsingar og kynningarmyndband má finna á egerunik.is

Þeir félagsmenn í ADHD samtökunum sem vilja nýta sér þetta tilboð eru beðnir að skrá sig á eyðublaðið hér fyrir neðan.

20 bækur verða gefnar félagsmönnum ADHD. Fyrstir koma - fyrstir fá.

Skráningu er lokið

Senda póst til ADHD samtakanna

Ég er UNIK

fb-siða ég er UNIK