Spjallfundur - Fullorðinn með ADHD - Hvað geri ég þá?

Opinn spjallfundur fyrir fullorðna með ADHD. Hvort þú er ógreindur, nýgreindur eða langgreindur þá er þessi fundur fyrir þig. Tilgangurinn er að ræða saman um reynslu okkar af ADHD læra af hvort öðru og deila góðum bjargráðum. Guðni Rúnar Jónasson starfsmaður samtakanna verður fjallar um reynslu sína að hafa greinst á fullorðins árum og að hafa farið í gengum 36 ár án þess að hafa hugmynd um að hann væri með ADHD eða hvað það væri. Síðan eru opnar umræður fyrir þá sem vilja tjá sig eða spyrja spurninga. Hispurslaus umræða á mannamáli.

Fundurinn er í húsakynnum ADHD Samtakanna, Háaleitisbraut 13 á fjórðu hæð. Mánudaginn 9. maí, húsið opnar 19:30 og er opið öllum, heitt á könnunni.