Tvö sjálfstæð námskeið um ADHD fyrir kennara og starfsfólk grunnskóla

Með haustinu hefjast skólar á ný og ADHD samtökin bjóða upp á tvö fjarnámskeið sérstaklega fyrir allt starfsfólk grunnskóla. Námskeiðin eru Grunnskólinn og ADHD sem er fyrir grunnskólakennara og leiðbeinendur og einblínir á kennslustofuna, námskeiðið Skólaumhverfið og ADHD er fyrir annað starfsfólk grunnskóla og einblínir á ADHD utan kennslustofunnar. Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu og því mikilvægt fyrir kennara og annað starfsfólk að fá betri skilning á ADHD. Hvetjum því öll sem starfa innan skólakerfisins að taka þátt en frekari upplýsingar um bæði námskeiðin og skráningu má finna hér að neðan!

Vefnámskeiðið Grunnskólinn og ADHD, fyrir grunnskólakennara og leiðbeinendur
Farið verður yfir birtingamyndir ADHD í skólanum, skipulag kennslu, tól og tæki sem nýtast í kennslu. Kenndar verðar aðferðir um hvernig draga má úr óæskilegri hegðun og styrkja æskilega hegðun með því að byggja á styrkleikum nemandans.  Samskipti, samvinna og samræmd viðbrögð þeirra sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum. Farið er yfir leiðir til að eiga farsæl samskipti milli skóla og heimilis. Hvað er ADHD fókus og hvernig getur kennarinn aðstoðað nemendur við að finna sinn fókus. Þess má geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir alla. hvetjum því alla sem starfa innan skólakerfisins að taka þátt. Fyrirlesari Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi.

Dagsetning Vikudagur Tímasetning
26. ágúst  Laugardaginn Kl. 10:00 - 14:00


SKRÁ SIG HÉR sem félagsmaður

SKRÁ SIG HÉR EKKI SEM FÉLAGSMAÐUR

Vefnámskeiðið skólaumhverfið og ADHD, fyrir starfsfólk skóla
Frímínútur, matsalur, færsla í og úr tímum og fataklefar eru staðir sem nemendur með ADHD eiga hvað erfiðast með og í þessum aðstæðum aukast líkur á árekstrum. Skilningur og rétt viðbrögð starfsfólks skóla geta dregið úr slíkum atvikum og bætt líðan. Á þessu námskeiði er farið yfir birtingamyndir ADHD, hvernig hægt er með gagnreyndum aðferðum að draga úr óæskilegum uppákomum og styrkja sjálfsmynd nemenda með því að byggja á styrkleikum. Samskipti og samvinna þeirra sem koma að nemendum með ADHD geta skipt sköpum ásamt því að samræma viðbrögð. Þess má geta að það sem virkar fyrir nemendur með ADHD virkar í flestum tilfellum fyrir alla. hvetjum því alla sem starfa innan skólakerfisins að taka þátt. Fyrirlesari er Jóna Kristín Gunnarsdóttir grunnskólakennari og hegðunarráðgjafi.

Dagsetning  Vikudagur Tímasetning
7. október Laugardag Kl. 10:00 - 13:00

 

SKRÁ SIG HÉR SEM FÉLAGSMAÐUR

SKRÁ SIG HÉR EKKI SEM FÉLAGSMAÐUR

Hlekkur að ganga í samtökin:  https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd
Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is