ADHD og einelti - spjallfundur í Vestmannaeyjum.

ADHD og einelti - spjallfundur í Vestmannaeyjum.
ADHD og einelti - spjallfundur í Vestmannaeyjum.
 

ADHD og eintelti. ADHD Eyjar bjóða upp á opinn spjallfund í Vestmannaeyjum, um ADHD og eintelti, fimmtudaginn 20. febrúar nk. kl. 17:30. Fundurinn verður í Hamarsskóla og er ætlaður aðstandendum barna með ADHD, fólki sem vinnur með börnum með ADHD og öllu áhugafólki um betra líf með ADHD. Spjallfundir verða í Vestmannaeyjum einu sinni í mánuði og er fjallað um sérstakt málefni í hvert og eitt sinn. Dagskrá vetrarins má kynna sér hér - dagskrá vetrarins. 

Börn með ADHD verða mjög oft fyrir barðinu á einelti, enda fordómarnir víða og ýmislegt í einkennum ADHD sem leitt getur af sér vanda í félaglegum samskiptum. Börn með ADHD geta einnig orðið gerendur í slíkum málum, ekki síst ef að þeim er þrengt og úrræði skortir. Á fundinum munu Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum fjalla um ýmsar birtingarmyndir eineltis, eins og þær birtast börnum með ADHD og ræða leiðir til lausnar.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakannabækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í sal Hamarsskólans, gengið er inn vestanmegin. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir. Fundirnir hefjast kl. 17:30 og þeim lýkur yfirleitt um kl. 19:00. Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.

Skráðu þig strax á Facebook viðburð Spjallfundanna og fáðu áminningu þegar þinn fundur nálgast - skráning hér. Við bendum líka á umræðuhópinn ADHD Eyjar, þar sem hægt er að leita ráða og ræða allt sem tengist ADHD - hópurinn er hér.

Hægt er að ganga í ADHD samtökin á meðfylgjandi síðu:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt