Félags- og barnamálaráðherra styrkir rekstur ADHD samtakanna

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra og Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna.
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra og Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna.

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur úthluta ADHD samtökunum rekstrarstyrk að upphæð 7 milljónir króna, vegna ársins 2020.

Líkt og undanfarin ár er styrknum ætlað að styðja við margskonar þjónustu ADHD samtakanna, ekki síst upplýsingamiðlun, ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir fólk með ADHD. 

Styrkurinn til ADHD samtakanna var einn af fjölmörgum öðrum styrkjum sem félags- og barnamálaráðherra veitti til félagasamtaka við hátíðlega athöfn, en samtals úthlutaði ráðherra um 140 milljónum við þetta tilefni - sjá meðfylgjandi frétt.

ADHD samtökin þakka ráðherra liðveisluna af heilum hug.