Fullt hús á fræðslufundi í Hlíðarskóla á Akureyri

Minna tuð - meiri tenging var yfirskriftin á fræðslufundi á Akureyri sem fór fram í Hlíðarskóla.

Góð mæting var á fundinn sem fjallaði um mikilvægi skilnings og tengingar fyrir aðstandendur barna með ADHD.

Jóna Kristín Gunnarsdóttir verkefnisstjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum og grunnskólakennari ræddi um leiðir og ráð til að aðstandendur geti betur skilið og stutt við börn sín og sínt sjálfum sér og þeim mildi.