Aðalfundur ADHD samtakanna 29. apríl 2021

Vilhjálmur Hjálmarsson, nýkjörin formaður færir Elínu H Hinriksdóttur, fráfarandi formann þakkir fyr…
Vilhjálmur Hjálmarsson, nýkjörin formaður færir Elínu H Hinriksdóttur, fráfarandi formann þakkir fyrir vel unnin störf í þágu ADHD samtakanna.

Aðalfundur ADHD samtakanna fór fram fimmtudaginn 29. apríl 2021 í húsakynnum félagsins að Háaleitisbrut 13. Á fundinum var kjörið í stjórn samkvæmt lögum samtakanna, ársreikningar vegna 2020 afgreiddir og ályktað um brýnustu verkefnin framundan í geðheilbrigðismálum.

Fráfarandi formaður ADHD samtakanna, Elín H. Hinriksdóttir gerði grein fyrir skýrslu stjórnar fyrir árið 2020 og framkvæmdastjórinn, Hrannar Björn Arnarsson ársreiknings félagsins. Mikil vinna fór í uppfærslu fræðsluefnis samtakanna bæði bæklinga og rafræns efnis, auk þess var farið í útgáfu á bókinni Elli – dagur í lífi drengs með ADHD. Það er ljóst að Covid19 hefur haft mikil áhrif á starfsemi samtakanna á síðastliðnu ári líkt og annarstaðar í samfélaginu en þrátt fyrir ýmsar áskoranir þá hefur tekist að halda námskeiðum félagsins við með því að færa það yfir í streymi, og hefur það reynst okkar lærdómsríkt gæfuspor. Spjallfundir félagsins voru færðir á Facebook síðu sem kallast ADHD í beinni og eru þeir aðgengilegir skuldlausum félagsmönnum. Líkt og á norðurlandi þá voru opnuð útibú á austurlandi og Vestmannaeyjum. Erlent samstarf var þónokkuð á árinu og var þar á meðal framkvæmdarstjóri félagsins kosin í stjórn Evrópusamtaka ADHD. Einnig voru kynntir til leiks tveir nýir starfsmenn, þau Guðni Rúnar Jónasson og Árdís Rut Einarsdóttir en þau hófu störf nú í apríl.

Elín H. Hinriksdóttir lét af formennsku og við hjá samtökunum þökkum henni innilega fyrir vel unnin störf síðast liðin ár. Vilhjálmur Hjálmarsson var kjörin formaður samtakana fyrir þetta kjörtímabil, og Jóna Kristín Gunnarsdóttir var kjörin varaformaður samtakanna, við óskum þeim innilega til hamingju með ný hlutverk.

Í samræmi við lög samtakanna var kjörið í helming stjórnarsæta, tvö í aðalstjórn og tvö í sæti varamanns, til ársins 2022, en stjórn ADHD samtakanna skipa sjö aðalmenn og tveir til vara. 

Stjórnin er nú þannig skipuð:

Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður (kosin til aðalfundar 2023)

Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður (kosinn til aðalfundar 2023)

Elín Hrefna Garðarsdóttir, gjaldkeri (kosin til aðalfundar 2022)

Sólveig Ásgrímsdóttir, ritari (kosin til aðalfundar 2022)

Sigrún Jónsdóttir, meðstjórnandi (kosin til aðalfundar 2022)

Bóas Valdórsson, meðstjórnandi (kosin til aðalfundar 2023)

Ása Ingibergsdóttir, meðstjórnandi (kosin til aðalfundar 2022)

Varamenn :

Tryggvi Axelsson, (kosin til aðalfundar 2022)

Bergþór Heimir Þórðarson, (kosin til aðalfundar 2023)

Nefang stjórnar er: stjorn@adhd.is

 

Á fundinum var lögð fyrir ályktun, sem var samþykkt einróma, og verður send út fréttatilkynning vegna hennar nú á næstu dögum.

 Nýkjörin stjórn adhd samtakana

 Ný stjórn ADHD samtakanna