Borgarinn á N4: Umfjöllun um ADHD samtökin

Umfjöllun um ADHD samtökin var meðal efnis í nýjum þætti sjónvarpsstöðvarinnar N4, "Borgarinn", sem fór í loftið síðastliðinn miðvikudag.

Umsjónarmaður þáttanna er Friðrik Ómar Hjörleifsson og um myndatöku sér Friðþjófur Helgason. Friðrik Ómar mun í þáttunum fjalla um áhugaverðar hliðar mannlífs í höfuðborginni. Í þessum fyrsta þætti heimsótti Friðrik Ómar ADHD samtökin og spjallaði við Ellen Calmon, framkvæmdastjóra samtakanna.