Nemendur Lindaskóla styða ADHD samtökin

María Málfríður Guðnadóttir afhendir Hrannari B Arnarssyni afrakstur áheitahlaups Lindaskóla
María Málfríður Guðnadóttir afhendir Hrannari B Arnarssyni afrakstur áheitahlaups Lindaskóla

Nemendur Lindaskóla í Kópavogi söfnuðu 200.000 fyrir ADHD samtökin í árlegu áheitahlaupi skólans. Styrkurinn var afhentur samtökunum á útskriftarhátíð skólans að viðstöddu fjölmenni, nemendum, foreldrum og starfsfólki Lindaskóla.

Framkvæmdastjóri ADHD samtakanna veitti styrknum móttöku og þakkaði kærlega fyrir þann hlýhug og velvild sem í framtakinu fólst. Mikilvægast af öllu væri að muna að við séum öll mismunandi, hver og einn hafi sina styrkleika og áskoranir og að saman getum við laðað fram það besta hvert í öðru ef við tökum tillit til eiginleika hvers og ein. Áheitahlaupið sé frábær leið til að minna á og styðja við einstaklinga með ADHD.