Breytt Dagsetning: Sjálfsmynd og líðan barna með ADHD og Tíðni fylgikvilla hjá börnum með ADHD

Sara Tosti og Guðlaug Marion Mitchison kynna niðurstöður rannsókna sinna í húsnæði ADHD samtakanna miðvikudaginn 25. september.

Líðan barna með ADHD hefur lítið verið rannsökuð á Íslandi. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að staða barna, sem greind hafa verið með ADHD varðandi sjálfsmynd og líðan, sé verri heldur en hjá jafnöldrum sem ekki hafa greinst með ADHD. Léleg sjálfsmynd getur haft áhrif á þætti eins og námsárangur barnanna og félagslega stöðu. Einnig getur léleg sjálfsmynd ýtt undir aukna vanlíðan og þar má nefna aukin einkenni kvíða og þunglyndis.

Gögn, sem safnað var með aðstoð ADHD samtakanna, voru notuð í tvær rannsóknir.

  • Sara Tosti skoðaði sjálfsmynd og líðan barna með ADHD
  • Guðlaug Marion Mitchison skoðaði tíðni fylgikvilla hjá börnum með ADHD

Gögnunum var safnað á tímabilinu 1. mars til 15. ágúst 2011. Þátttakendur voru þá á aldrinum 8 til 15 ára (fædd 1996 til 2003).