Fræðslufundur Eyrabakka - Prófaundirbúningur

Minnum á Fræðslufundinn um prófaundirbúning fyrir framhaldsskóla í kvöld á Skrúfunni 

Drífa Pálín Geirsdóttir, aukakennari með ADHD og Charlotte Sigrid Á Kósini, kennari fara yfir allt sem þú vilt vita svo þú getir masterað að læra fyrir próf án þess að klára TicToc, klára heila sjónvarpsseríu og þrífa allt heima hjá þér hátt og lágt. Það er bara hunderfitt að læra fyrir próf og stundum hjálpar ADHD bara alls ekki neitt, þá er gott að hafa réttu tólin til að vinna verkið. Fundurinn er stílaður á nemendur í framhaldsskólum og aðstandendur þeirra en getur einnig nýst nemendum á öðrum skólastigum.

Fundurinn fer fram í Skrúfunni Eyrabakka. Húsið opnar 19:15, kaffi og kruðerí í boði.

Skráning á facebook síðu: https://www.facebook.com/events/1169211267354190?ref=newsfeed

Hægt er að skrá sig í samtökin á eftirfarandi hlekk: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Verið hjartanlega velkomin!