ADHD Eyjar hlýtur styrk Miðstöðvarinnar

Frá vistri til hægri: Ása Ingibergsdóttir, Marinó Sigursteinsson, Ásta Björk Guðnadóttir og Marý Kol…
Frá vistri til hægri: Ása Ingibergsdóttir, Marinó Sigursteinsson, Ásta Björk Guðnadóttir og Marý Kolbeinsdóttir.

Á þriðjudaginn síðastliðinn fengu samtökin boð í móttöku til að veita viðtöku styrk frá Miðstöðinni, frá þeim heiðurshjónum Marinó Sigursteinssyni og Marý Kolbeinsdóttur. Miðstöðin er fjölskyldufyrirtæki og hefur alltaf lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð og veitingu styrkja til góðra málefna í samfélaginu. Við erum djúpt snortin af þeim ríkulega styrk og trausti sem samtökunum er sýnt. 

Hægt er að fylgjast með öllum þeim áhugaverðu verkefnum sem er verið að vinna að hjá ADHD Eyjum á facebook síðu útibúsins: https://www.facebook.com/ADHDeyjar