Lífið með ADHD - Björn Þorfinnsson, skákmaður og ritstjóri

Björn Þorfinnsson, skákmaður og ritstjóri
Björn Þorfinnsson, skákmaður og ritstjóri

Lífið með ADHD kemur úr sumarfríi með glænýjan þátt og viðtal við Björn Þorfinnsson skákmann og ritstjóra DV. Björn fékk greiningu á fullorðinsaldri og talar meðal annars um það hvernig hann telur ADHD hafa verið honum styrk í skákinni. Karítas Harpa ræðir við Björn um skólagönguna, áhugamálin og skákina.

Hlaðvarp ADHD samtakanna í umsjón Karitasar Hörpu Davíðsdóttur og Bóas Valdórssyni. Góðir gestir miðla reynslu sinni af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland viðfróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki

Þáttinn í heild má nálgast hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum:

Lífið með ADHD - Björn Þorfinnsson, skákmaður og ritstjóri