Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD!

Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD!
Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD!

Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD!

Opinn fundur ADHD samtakanna, laugardaginn 4. september kl. 15:00, í Grósku, Bjarnargötu 1, 102 Reykjavík. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir - einnig beint streymi á helstu miðlum Fundar fólksins og ADHD samtakanna. Fyrir fólk með ADHD getur greining og meðferð breytt öllu – nám, vinna, félagsleg tengsl, vímuefnanotkun, sambönd, heimilislíf, geðheilsa, almennt heilbrigði... lífið sjálft ræðst af því hversu fljótt fólk með ADHD fær greiningu og í framhaldi, viðunandi meðferð. Í dag þurfa fullorðnir einstaklingar með ADHD að bíða í uþb þrjú ár eftir þessari lífsnauðsynlegu þjónustu og börn í allt að tvö ár. Á meðan er lífið í biðstöðu eða sígur á ógæfuhliðina. Þetta ástand er óásættanlegt og því má auðveldlega breyta.

Það þarf að...
1. Eyða biðlistum eftir greiningum og meðferð
2. Tryggja greiðann aðgang að meðferðarúrræðum um allt land
3. Tryggja ókeypis greiningar og almenna greiðsluþátttöku vegna meðferðarúrræða sálfræðinga og geðlækna
4. Stórauka fræðslu um ADHD, aðrar raskanir og fötlun í skyldunámi kennara

Á þessum opna fundi ADHD samtakanna gefst fulltrúum stjórnmálaflokkanna tækifæri til að kynna hvernig þau vilja koma til móts við þau fjögur atriði sem hér eru nefnd, nái þau kjöri í komandi kosningum. Formaður ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson og formaður Sálfræðingafélags Íslands, Tryggvi Guðjón Ingason flytja einnig stutt ávörp. Fundurinn er einn af fjölmörgum viðburðum lýðræðishátíðarinnar Fundur Fólksins, sem fer fram 3-4 september og verður honum einnig streymt á visir.is, ruv.is, síðum ADHD samtakanna og Fundar fólksins - sjá nánar á heimasíðu Fundar fólksins.