Reykjavík - Opinn fyrirlestur Ég er UNIK

Miðvikudaginn 31. ágúst, bjóða ADHD samtökin, Einhverfusamtökin og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð ses. félagsmönnum sínum upp á opinn fyrirlestur.

Dagskrá:
Kl. 20:00 Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD kynnir ADHD samtökin

Kl. 20:10 Sigurrós Gunnarsdóttir forstöðumaður foreldraráðgjafar kynnir starfsemi Sjónarhóls

Kl. 20:30 Aðalheiður Sigurðardóttir flytur fyrirlestur
Í fyrirlestrinum fer Aðalheiður yfir sitt lærdómsríka ferðalag sem mamma barns á einhverfurófi og inniheldur hann í stórum dráttum eftirfarandi atriði:

• Sagan fram að greiningu
• Greiningaferlið og hvers vegna það fer ekki fyrr af stað
• Tilfinningarússíbani foreldra – frá vanmætti til gleði
• Á að segja frá?
• Samstarf við skóla
• Stóri lærdómurinn
• Kynning á Ég er unik verkefninu

Fyrirlesturinn er fyrir alla áhugasama um ADHD, einhverfu og fjölbreytileikann.

Einnig þá sem vilja:
• Fá innblástur í hverdagsleikann.
• Skilja betur sjónarmið foreldra.
• Fá dæmisögur af "out of the box" hugsun
• Fá reynslusögur af árangursríku samstarfi við skóla
• ...svo eitthvað sé nefnt

Aðalmarkmiðið er að veita innblástur og breyta viðhorfum um staðalímyndir í léttri og notalegri stemmningu.

Fyrirlesturinn byrjar stundvíslega kl.20:00

Fundarsalur 4.hæð - Háaleitisbraut 13
Aðgangur ókeypis – Allir velkomnir

Senda póst á ADHD samtökin