Spjallfundirnir hefjast á ný - Fyrsti fundurinn á miðvikudag

Spjallfundir ADHD samtakanna fyrir foreldra og forráðamenn barna með ADHD og fyrir fullorðna með ADHD hefjast á ný í lok ágúst. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 31. ágúst í fundarsal ADHD að Háaleitisbraut 13. Þar verður starfsemi ADHD kynnt, Sjónarhóll kynnir sína starfsemi og Aðalheiður Sigurðardóttir flytur fyrirlestur sem hún nefnir "Fögnum fjölbreytileika".

Dagskrá:
Kl. 20:00 Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD kynnir ADHD samtökin

Kl. 20:10 Sigurrós Gunnarsdóttir forstöðumaður foreldraráðgjafar kynnir starfsemi Sjónarhóls

Kl. 20:30 Aðalheiður Sigurðardóttir flytur fyrirlestur
Í fyrirlestrinum fer Aðalheiður yfir sitt lærdómsríka ferðalag sem mamma barns á einhverfurófi og inniheldur hann í stórum dráttum eftirfarandi atriði:

• Sagan fram að greiningu
• Greiningaferlið og hvers vegna það fer ekki fyrr af stað
• Tilfinningarússíbani foreldra – frá vanmætti til gleði
• Á að segja frá?
• Samstarf við skóla
• Stóri lærdómurinn
• Kynning á Ég er unik verkefninu

Fyrirlesturinn er fyrir alla áhugasama um ADHD, einhverfu og fjölbreytileikann.

Einnig þá sem vilja:
• Fá innblástur í hverdagsleikann.
• Skilja betur sjónarmið foreldra.
• Fá dæmisögur af "out of the box" hugsun
• Fá reynslusögur af árangursríku samstarfi við skóla
• ...svo eitthvað sé nefnt

Aðalmarkmiðið er að veita innblástur og breyta viðhorfum um staðalímyndir í léttri og notalegri stemmningu.

Fyrirlesturinn byrjar stundvíslega kl.20:00

Fundarsalur 4.hæð - Háaleitisbraut 13
Aðgangur ókeypis – Allir velkomnir

 

Annars verða spjallfundir til loka árs 2016 á neðangreindum miðvikudögum kl. 20:30 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13

 

DAGSETNING:

                   

EFNI FUNDAR:

31. ágúst   Spjallfundur    UNIK - Fögnum fjölbreytileikanum
4. hæð - ATH. Kl. 20:00   Umsjón: Aðalheiður Sigurðardóttir & Elín H. Hinriksdóttir    

14. september   Spjallfundur fyrir fullorðna   Við erum einstök 
4. hæð - Kl. 20:30   Umsjón:    

5. október   Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn   Áhættuhegðun
4. hæð - Kl. 20:30   Umsjón:    

12. október   Spjallfundur fyrir fullorðna   ADHD og náin sambönd
4. hæð - Kl. 20:30    Umsjón:     

2. nóvember   Spjallfundur fyrir foreldra og forráðamenn   ADHD og lyf
4. hæð - Kl. 20:30   Umsjón:    

16. nóvember   Spjallfundur fyrir fullorðna   ADHD og lyf
4. hæð - Kl. 20:30   Umsjón:    
         
7. desember
  Spjallfundur   Jólafundur
 4. hæð - Kl. 20:30        

 

Allir eru velkomnir í kaffi og notalega stund á spjallfundum án endurgjalds.

 

Senda póst á ADHD samtökin