Betra líf - ADHD markþjálfun - fræðslufundur á Facebook

Taktu stjórnina í eigin lífi - opinn fræðslufundur ADHD samtakanna á Facebook.
Taktu stjórnina í eigin lífi - opinn fræðslufundur ADHD samtakanna á Facebook.

Á meðan samkomutakmarkanir stjórnvalda eru í gildi, munu ADHD samtökin standa fyrir vikulegum opnum fræðslufundum um ýmis málefni tengd ADHD. Miðvikudaginn 13. maí næstkomandi kl. 19:30 verður fjallað um ADHD markþjálfun og hvernig hægt er að taka stjórnina í eigin lífi. Fræðslufundunum verður streymt beint á Facebook síður samtakanna - ADHD samtökin, ADHD Eyjar og ADHD Norðurland.

Næstu fræðslufundir sem þegar hafa verið ákveðnir eru þessir - sjá nánar á Facebook viðburði fræðslufundanna:

13. maí kl. 19:30 - Betra líf - ADHD markþjálfun.

Viltu taka stjórnina eða sleppa tökunum? Sigrún Jónsdóttir, fyrirlesari dagsins er ADHD markþjálfi og með nokkuð  þrálátan  áhuga á öllum sviðum ADHD. Hún er stjórnarkona í ADHD samtökunum, móðir ADHD dásemda og sjálf með ADHD.  Á fræðslufundinum fjallar hún um hvernig hvernig nálgun ADHD markþjálfans getur hjálpað og stutt við ferlið að þekka eigin styrkleika og yfirstíga hindranir einstaklinga með ADHD. Fólk með ADHD er fjölbreytilegt  og því þarf að finna leiðir sem henta hverjum og einum. Spurningin er Kannski þessi; Viltu þú vera við stýrið í eigin lífi? Þeir sem vilja leggja spurningar fyrir Sigrúnu, nafnlaust eða undir nafni, geta sent henni spurningar hér. 

Nánari upplýsingar um fræðslufundina og upptökur af fyrirlestrunum má finna á heimasíðu ADHD samtakanna - hér.

Fræðslufundirnir eru opnir öllum en þeir sem vilja ganga í ADHD samtökin og styrkja þannig starfsemina geta gert það hér:

https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Þá vekjum við athygli á vefverslun samtakanna, en þar er m.a. hægt að fá margskonar fikt-, leik- og þroskandi vörur og fjölda bóka sem nýst geta vel við nám og daglegt líf með ADHD. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara á ýmsum vöruflokkum. Vefverslun ADHD samtakanna.