Aðalfundur ADHD samtakanna

Aðalfundur ADHD samtakanna 30. mars 2022.
Aðalfundur ADHD samtakanna 30. mars 2022.

Minnum á Aðalfund ADHD samtakanna á morgun, miðvikudaginn 30. mars kl. 20:00. Aðalfundurinn fer fram í hátíðarsal ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 11-13, 4. hæð og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig á Facebook viðburð aðalfundarins svo áætla megi mætingu - skráning hér.

Dagskrá verður í samræmi við lög samtakanna

  1. Félagsstjórn gerir grein fyrir störfum samtakanna á liðnu starfsári.
  2. Félagsstjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna fyrir liðið ár til samþykktar. Reikningsár samtakanna er almanaksárið.
  3. Lagabreytingar - tillaga stjórnar um lagabreytingar.
  4. Kosning stjórnar - kosið verður í embætti varaformanns til 2023, ritara til ársins 2024, gjaldkera til ársins 2024, tveggja meðstjórnanda til ársins 2024 og eins varamanns til ársins 2024.
  5. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna til eins árs í senn.
  6. Ákvörðun félagsgjalda.
  7. Önnur mál.

Möguleg framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur má senda til skrifstofu samtakanna í netfang adhd@adhd.is

Allir fullgildir félagsmenn ADHD samtakanna á aðalfundardegi geta mætt og tekið þátt í aðalfundarstörfum. Hægt er að ganga í samtökin hér.