Evrópsk könnun á stöðu einstaklinga með taugaþroskaraskanir

Í tilefni að alþjóðlegum kvennadegi hefur verið hrint af stað evrópskri könnun á vegum EFNA (Evrópsk samtök um taugaþroskaraskanir) og er hún studd af ADHD Europe. Könnunin er ætluð öllum kynjum.

Þessari könnun er m.a. ætlað að bera kennsl á og varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD og þær áskoranir sem þeir glíma við. Þetta á við bæði um einstaklinga með taugaþroskaraskanir en einnig þá sem sjá um umönnun þeirra. Einkenni kvenna með ADHD birtast á annan hátt en hjá körlum sem gerir það að verkum að oft eru þær vangreindar og fá ekki meðferð við hæfi.

Markmið könnunarinnar er að safna gögnum í því skyni að greina þarfir og benda á áskoranir sem einstaklingar með taugaþroskaröskunin standa frammi fyrir.

Könnun er aðgengileg á 8 tungumálum: ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, spænsku, portúgölsku, pólsku og rúmensku.

Allir sem náð hafa 18 ára aldri geta tekið þátt í könnunni sem lýkur þriðjudaginn 19. apríl.

Hér er að finna hlekk á könnunina