Ert þú eða maki þinn með ADHD?

Í sambandi með ADHD - fræðslufundur miðvikudaginn 10. september kl. 20 í streymi.

Er stormasamt í sambandinu, finnst þér eins og maki þinn skilji þig ekki eða viltu læra að skilja þig/makann betur?

Ert þú eða maki þinn með ADHD? Þá er þessi fræðslufundur fyrir þig/ykkur.

Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi fjallar um sambönd og ADHD. Hún ræðir um áskoranir og verkfæri sem nýtast í samskiptum innan ADHD sambandsins.

Fræðslufundurinn er eingöngu í streymi á facebook síðunni ADHD í beinni.     Facebook viðburður

Fræðslufundirnir eru eingöngu aðgengilegir skuldlausu félagsfólki samtakanna. Árgjald ADHD samtakanna er 3950 og auk aðgengis að fræðslufundunum fær félagsfólk veglegan afslátt af námskeiðum á vegum samtakanna og í vefverslun sem og aðgang að foreldrafærninámskeiðinu Kærleikur í kaos

Hægt er að ganga í samtökin hér: Ganga í ADHD samtökin