Málþing Sjónarhóls 4. september - Skráning í fullum gangi

"Allt snýst þetta um samskipti! - Um mikilvægi þess að byggja upp félagslega sterka einstaklinga" er yfirskrift málþings Sjónarhóls. Málþingið verður haldið fimmtudaginn 4. september 2014, klukkan 12:30-16:30 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Þátttökugjald er kr. 4.000,- 

Skráning er hafin en hún fer fram á heimasíðu Sjónarhóls

Dagskrá málþingsins:

12.30-12.40 Ávarp: Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri Velferðarráðuneytis

12:40-12:50 Setning: Lára Björnsdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls

12.50-13.20 Hvernig leið mér í skólanum? Reynsla fatlaðra nemenda af skólakerfinu. Kristín Björnsdóttir doktor í fötlunarfræðum og dósent við Menntavísindasvið HÍ, og tveir/þrír þátttakendur í rannsókn um líðan barna og unglinga í grunn og framhaldsskóla

13:20-13:35 Sjónarhóll foreldra: Lausnamiðaðar leiðir – okkar GPS tæki! Harpa Kristjánsdóttir móðir

13:35-14:00 Teymisvinna og félagsleg farsæld hjá skólabörnum - mikilvægi snemmtækrar íhlutunar. Jóna Ingólfsdóttir aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ og doktorsnemi

14:00-14:15 Lífið snýst um samskipti. Getum við búið til sögu ? Félagshæfnisögur í Comic live. Þórhalla Gunnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi í Lindaskóla

14:15-14:45 Kaffi og léttar veitingar

14:45-15:10 Hvernig styrkjum við félagsleg samskipti á jákvæðan hátt ? Ísar Logi Sigurþórsson og Katrín Ósk Þorbergsdóttir, kennarar við Brúarskóla

15:10-15:35 Ný námsnálgun – að læra að nýta frítíma sinn á uppbyggilegan hátt (leisure education) Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við Menntavísindasvið HÍ

15:35-15:50 Sjónarhóll foreldra; Félagsleg staða fatlaðra barna í grunnskóla og sérskóla? Elfa Dögg Leifsdóttir og Ómar Örn Jónsson, foreldrar

15:50-16:15 Reynsla frá Reykjanesbæ, „Líflína“ og Fjölskyldusetur. Hjördís Árnadóttir,framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar

16:15-16:25 Á léttu nótunum með Páli Óskari Hjálmtýssyni

16:30 Málþingslok

Fundarstjóri verður Þröstur Emilsson framkvæmdastjóri ADHD samtakanna.

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra og aðstandendur barna með sérþarfir.
Til Sjónarhóls leita foreldrar og aðstandendur vegna barna sinna með margvísleg vandamál. Foreldrar eru þá ýmist með áhyggjur af velferð barns, fá ekki áheyrn í kerfinu, fá ekki lögboðna þjónustu, eru ráðalausir og/eða þurfa uppörvun, stuðning og leiðsögn. Til að fá ráðgjafarviðtal á Sjónarhóli nægir að foreldrar hafi áhyggjur af líðan eða þroska barnsins.Þjónusta Sjónarhóls er endurgjaldslaus fyrir foreldra.

Ráðgjafar Sjónarhóls hlusta á foreldra, leita lausna, veita ráðgjöf, koma á teymisfundum og mæta með foreldrum á fundi þeim til stuðnings. Allaf er leitast við að finna bestu lausn fyrir barnið sem allt snýst um, í von um að bæta aðstæður barna.

Heimasíða Sjónarhóls

Skráning á málþing Sjónarhóls