Ályktun aðalfundar ADHD samtakanna

Aðalfundur ADHD samtakanna lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðunnar í málefnum fólks með ADHD á Íslandi. Þrátt fyrir stöðugt ákall ADHD samtakanna, ítrekaðar skýrslur stjórnvalda um stöðuna og sífellt lengri biðlista eftir greiningum og meðferð, hefur ríkisvaldið lítið sem ekkert brugðist við vandanum. Þörfin á auknu fjármagni til faglegra greininga er og hefur verið æpandi, enda er biðtími barna og fullorðinna með ADHD eftir þjónustu ríkisins nú 2-10 ár – sá lengsti í gervöllu heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

Fræðsla dagsins

ADHD samtökin bjóða uppá fræðslur og námskeið fyrir starfsfólk skóla og er ánægjulegt að bæta tónlistarskólum inn í flóruna. 

Skólaumhverfið og ADHD - vefnámskeið

Webinar dla dorosłych i rodziców dzieci z ADHD w języku polskim - ADHD námskeið á pólsku - þekkir þú einhvern?

Nokkur sæti laus - Taktu stjórnina byrjar 5 mars!

Nokkur sæti laus - Taktu stjórnina byrjar 5 mars! Fræðslunámskeiðið Taktu stjórnina er fyrir fullorðna með ADHD. Frábært námskeið um lífið með ADHD og leiðir til betra lífs. Þrjú skipti, þrír tímar í senn - 5., 12. og 19. mars næstkomandi.

Frestað - Fræðslufundur 5. feb

Af óviðráðanlegum aðstæðum verðum við að fresta fræðslufundinum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.

Aðalfundur ADHD samtakanna 2025

Boðað er til aðalfundar ADHD samtakanna fta. , fimmtudaginn 6. mars kl. 19:00. Aðalfundurinn fer fram í hátíðarsal ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig á Facebook viðburð aðalfundarins svo áætla megi mætingu.

Breytt dagsetning á fræðslufundi

Ófullnægjandi Grænbók um ADHD - umsögn ADHD samtakanna

ADHD samtökin fagna gerð Grænbókar sem hefur þann tilgang að greina stöðu ADHD mála hér á landi og lýsa samvinnu helstu kerfa sem snerta fólk með ADHD sem og þeim áskorunum og tækifærum sem þar leynast. Það verður þó að segjast að mjög alvarlegir annmarkar eru á vinnu starfshópsins og Grænbókin í núverandi útgáfu er algerlega ónothæf sem grundvöllur frekari stefnumótunar í málaflokknum. Í dag sendu ADHD samtökin inn ítarlega umsögn, sem finna má hér og í samráðsgátt stjórnvalda...

Athugið breytt dagsetning!

Við höfum fært námskeiðið fram um viku. Ný dagsetning er 18. febrúar 2025