Reykjavík Fræðslufundur ADHD og karlmenn

Á þessum fundi verður farið yfir ADHD út frá sjónarhóli karlmanna. Rætt verður um birtingarmyndir ADHD, og ýmislegt fleira. Fræðslufundur er haldinn í dag þann 5. febrúar kl. 20:00 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð Guðni Jónasson verður umsjónarmaður fundarins en hann starfa hjá ADHD samtökunum. Þátttakendur eru hvattir til að taka þátt í umræðum og spyrja spurninga. Hlekkur að facebook viðburði: https://fb.me/e/4biKnXIj7 Hlekkur til að skrá sig sem félagsmaður: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd Allir velkomnir!

Alvarleg brot á réttindum starfsfólks með ADHD – svara krafist

ADHD samtökin fta hafa sent ISAVIA, Samgöngustofu, Icelandair, Fly Play, Heilsuvernd og Fluglæknasetrinu formlegt erindi þar sem óskað er eftir skýrum svörum við nokkrum spurningum er varða starfshætti þessara rekstraraðila þegar kemur að ráðningum og eftirliti með heilsufari starfsfólks tengt flugi, ekki síst með tilliti til ADHD og mögulegrar lyfjanotkunar vegna þess. Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunnar á undanförnum mánuðum um innleiðingu skimana flugáhafna hér á landi m.a. vegna svokallaðra „geðvirkra efna“ og reynslu starfsfólks íslenskra flugfélaga af framkvæmd umræddra skimana telja ADHD samtökin ljóst að með margvíslegum hætti sé nú brotið gegn ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi, ekki síst fólki með ADHD. Með tilvísun í 75. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um atvinnufrelsi telja ADHD samtökin því áríðandi að upplýst verði án tafar um þær vinnureglur og/eða leiðbeiningar sem unnið er eftir hjá þessum rekstraraðilum og að skýrt komi fram á hvaða lagaforsendum, reglugerðum eða öðrum réttarheimildum þeir byggi starfshætti sína. ADHD samtökin fta. munu fylgja erindunum eftir, upplýsa um framgang þeirra og leita allra nauðsynlegra leiða til að tryggja réttindi fólks með ADHD til jafns við aðra. ADHD samtökin fta. hvetja jafnframt til sjálfstæðrar skoðunar löggjafans, umboðsmanns Alþingis, viðeigandi ráðuneyta og stéttarfélaga á málefninu, enda varðar það grundvallarréttindi borgaranna.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna og unglinga

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna og unglinga Á þessum tveimur námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað ADHD er og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi ungmenna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur ungmenna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Fyrra námskeiðið er ættlað aðstandendum barna á aldrinum 6-12 ára en það seinna er ættlað aðstandednum unglinga á aldrinum 13-18 ára. Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna á aldrinum 6 - 12 ára Námskeið er haldið laugardaginn 3. febrúar frá kl. 09:00-16:00 í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í lokuðu streymi. Boðið er uppá veitingar í hádeginu, ásamt kaffi og með því. Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér. Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur unglina á aldrinum 13 - 18 ára Námskeið er haldið laugardaginn 10. febrúar frá kl. 09:00-16:00 í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í lokuðu streymi. Boðið er uppá veitingar í hádeginu, ásamt kaffi og með því. Skráningarform og ítarlegri upplýsingar má finna hér.

Taktu stjórnina og áfram stelpur - Fræðslunámskeið fyrir fullorðna með ADHD

Gleðileg jól!

Stjórn og starfsfólk ADHD samtakanna sendir félagsfsólki, stuðnings- og samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, hugheilar jóla og nýárskveðjur. Við þökkum samfylgdina á viðburðarríku 35 ára afmælisári sem senn er að líða og óskum ykkur alls hins besta á nýju ári. Við hvertjum fólk til að fylgjast vel með miðlum ADHD samtakanna á komandi ári þar sem margt spennandi er í undirbúningi og minnum fólk á að skráning fyrir námskeið næsta árs er hafin! Gleðileg jól.

Vornámskeið ADHD samtakanna 2024 – skráning hafin!

Spennandi og fjölbreytt námskeið ADHD samtakanna vorið 2024 - skráning er hafin! Nú stefnum við hraðbyri inn í nýtt ár og ADHD samtökin halda áfram að bjóða upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum á nýju ári. Alls verða tólf námskeið fyrri hluta ársins 2024 og mögulega bætast við fleiri. Þau námskeið sem eru nú í boði hafa öll verið kennd áður og hlotið mikið lof þátttakenda. Gótt úrval er bæði af námskeiðum í staðkennslu og í fjarkennslu, þannig að allir ættu að geta fundið eithvað við sitt hæfi - hvar sem er á landinu. Skoðaðu úrvalið og skráðu þig núna - takmarkað sætaframboð!

Fræðslufundur Hveragerði- Um víðan völl með ADHD

Fræðslu- og spjallfundur- Um víðan völl með ADHD Þann 22. nóvember kl.20:00 verður fræðslu - og spjallfundur í húsnæði Rauða krossins Mánamörk 1, Hveragrerði. Á þessum fundi verður farið um víðan völl með ýmis málefni sem tengjast ADHD. Dr. Drífa Guðmundsdóttir sálfræðingur, fer yfir birtingamyndir, sem og styrkleika þeirra sem hafa ADHD og svarar fyrirspurnum gesta. Frábært tækifæri fyrir þá sem þurfa svör við ýmsu sem tengist ADHD.

ADHD og fjármál - fjarnámskeið

Fræðslufundur Reykjavík - ADHD og unglingar

Á þessum fræðslufundi mun Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur tala um ADHD og unglinga. Farið verður yfir birtingamyndir, hegðun og líðan unglinga, sem og fræðslu um lausnamiðaðar aðferðir til að mæta árekstrum í samskiptum við unglinga með ADHD. Boðið er upp á spjall í kjölfar fræðslu, svo allir sem telja sig eiga erindi og löngun til að fræðast um ADHD og unglinga eru velkomnir. Fundurinn er haldinn 15. nóvember kl. 20:00 í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Hlekkur að facebook viðburðinum: https://fb.me/e/3iyUXVtIw  Hlekkur til að skrá sig í félagið: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd

Framúrskarandi vel heppnuð afmælisráðstefna ADHD samtakanna

Í tilefni 35 ára afmælis ADHD samtakanna var blásið til veglegrar tveggja daga afmælisráðstefnu þann 26. og 27 október síðastliðinn. Yfirskriftin var Betra líf með ADHD en eins og nafnið gefur til kynna var lögð áhersla á hvernig hægt er að vinna með þær áskoranir sem röskunin veldur en ekki síður ýta undir og hámarka styrkleika einstaklinga með ADHD. Mikil breidd var í dagskránni og spannaði hún ADHD á öllum sviðum lífsins allt frá leikskóla og upp á efri ár. Fjölmargir fyrirlesarar komu fram og að öðrum ólöstuðum ber að nefna að fengnir voru sex erlendir fyrirlesarar í fremstu röð sérfræðinga í ADHD röskuninni. Þátttakendur voru hæstánægðir með afmælisráðstefnuna, lofuðu fræðandi fyrirlestra og glæsilega dagskrá.