ADHD samtökin í samvinnu við Sjónarhól ráðgjafarmiðstöð fara af stað með foreldrahóp fyrir foreldra barna með ADHD, Saman í gegnum ADHD.
Anna Elísa Gunnarsdóttir félagsráðgjafi mun stýra hópnum.
Þarna er vettvangur þar sem foreldrar geta skipst á ráðum, fengið svör við spurningum og vangaveltum, deilt reynslu sinni og sigrum ásamt því að finna tengingu við aðra foreldra í svipuðum sporum.
Hópurinn hittist fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13, 4.hæð.
Öll eru velkomin og fyrir hvern fund eru greiddar 1000kr. Skuldlaust félagsfólk í ADHD samtökinum fær frían aðgang að hópnum.