Reykjavíkurmaraþon lokaútkall

ADHD samtökin eru á FIT & RUN EXPO í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Sjáumst svo í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka á laugardaginn. ADHD samtökin vilja þakka þeim frábæra hópi hlaupara sem þegar hafa skráð sig og ætla að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu. Samtökin eru bæði þakklát og djúpt snortin en Reykjavíkurmaraþonið er gríðarlega mikilvægur liður í fjáröflun samtakanna. Enn er hægt að slást í hópinn með því að skrá sig hér. Þau sem hlaupa fyrir ADHD samtökin fá flottan hlaupabol frá samtökunum sem þakklætisvott. Þegar þú hefur skráð þig til leiks getur þú sent okkur póst á adhd@adhd.is og valið hvaða bol þú vilt - margar tegundir í boði. Við hvetjum einnig öll til þess að styðja þennan flotta hóp, bæði í formi áheita og hvatningar á hlaupadeginum. Með því að heita á hlauparana í Team ADHD getum við gert starfsemi ADHD samtakanna enn öflugri. Koma Svo!!!

Námskeiðið ADHD og fjármál haldið aftur

ADHD og fjarmál - ADHD samtökin hafa fundið fyrir gríðarlegri þörf eftir námskeiði sem tekur á fjármálum einstaklinga með ADHD enda þörf á hjá mörgum. Nú er komið að því en Valdís Hrönn Berg, fjárhagsmarkþjálfi veður með stutt fjarnámskeið með aðferðum sem virka fyrir fólk með ADHD. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir varðandi ADHD og fjármála yfirsýn. Farið verður yfir hvernig hægt er að byggja upp betra samband við fjármál, vinna með hvatvísi og sagt bless við skömmina sem fylgir oft óreiðu í fjármálum. Kennt verður mismunandi aðferðir til að setja fjárhagsleg markmið og standa við þau og hvar er hægt að spara. Farið er yfir hvernig er hægt að halda heimilisbókhald á einfaldan og skemmtilegan hátt og hvernig er hægt að búa til ADHD vænar fjármála rútínur. Einnig er beint spjótum að því hvernig hægt er að byggja upp jákvæðar tilfinningar gagnvart fjármálum okkar og hvað það kostar okkur í raun og veru að lifa. Þátttakendur fá verkfæri eftir námskeiðið til þess að vera betur tengd við peningana sína til að stjórna þeim í stað þess að þeir stjórni þér. Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom, laugardagana 26. ágúst og 2. september milli 10:00 og 12:00 báða dagana. NÁMSKEIÐSVERÐ: 29.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR 34.000 kr. fyrir aðra: SKRÁNING HÉR Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin á meðfylgjandi slóð - ganga í ADHD samtökin Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is

Tvö sjálfstæð námskeið um ADHD fyrir kennara og starfsfólk grunnskóla

Með haustinu hefjast skólar á ný og ADHD samtökin bjóða upp á tvö fjarnámskeið sérstaklega fyrir allt starfsfólk grunnskóla. Námskeiðin eru Grunnskólinn og ADHD sem er fyrir grunnskólakennara og leiðbeinendur og einblínir á kennslustofuna, námskeiðið Skólaumhverfið og ADHD er fyrir annað starfsfólk grunnskóla og einblínir á ADHD utan kennslustofunnar. Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu og því mikilvægt fyrir kennara og annað starfsfólk að fá betri skilning á ADHD. Hvetjum því öll sem starfa innan skólakerfisins að taka þátt en frekari upplýsingar um bæði námskeiðin og skráningu má finna hér að neðan!

Hlauptu fyrir team ADHD í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 19. ágúst 2023 og skráningar í hlaupið eru komnar á fullt. ADHD Samtökin vilja þakka þeim frábæra hópi hlaupara sem þegar hafa skráð sig og ætla að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoninu. Samtökin eru bæði þakklát og djúpt snortin en Reykjavíkurmaraþonið er gríðarlega mikilvægur liður í fjáröflun samtakanna. Enn er hægt að slást í hópinn með því að skrá sig hér. Þau sem hlaupa fyrir ADHD Samtökin fá flottann hlaupabol frá samtökunum sem þakklætisvott. Þegar þú hefur skráð þig til leiks getur þú sent okkur póst á adhd@adhd.is og valið hvaða bol þú vilt - margar tegundir eru í boði. Við hvetjum einnig öll til þess að styðja þennan flotta hóp, bæði í formi áheita og hvatningar á hlaupadeginum. Með því að heita á hlauparana í Team ADHD getum við gert starfsemi ADHD samtakanna enn öflugri. Sjá hópinn hér.

Fidget spinner sumar!

Fidget spinner sumar! Nú er sumarið gengið í garð og því ber að fagna. Ef þú pantar á vefverslun okkar í júní eða júlí fylgir fidget spinner frítt með. Aldrei fyrr hefur vöruúrvalið í vefverslun ADHD samtakanna verið eins fjölbreytt. Bækur, skart, leikföng, ýmiskonar fiktvörur, listaverk og gjafavörur sem henta flestum tilefnum. Öll ættu að finna eithvað við sitt hæfi, eða til að gleðja aðra og í leiðinni styðja við vaxandi starf ADHD samtakanna. Kynntu þér úrvalið! Félagsfólk ADHD samtakanna njóta veglegra afslátta af völdum vörum og vörurnar er hægt að nálgast á skrifstofu samtakanna eða senda með pósti hvert á land sem er.

Nýir ADHD bolir

Nýir ADHD bolir voru að lenda í vefverslun samtakanna. Bolirnir eru skreyttir af listamönnunum Hugleiki Dagssyni og Hjalta Parelius í tilefni 35 ára afmælis ADHD samtakanna. Annars vegar er um að ræða boli hannaða af listamanninum Hjalta Parelius en hann hefur getið sér gott orð fyrir verk sín sem geta flokkast undir popp- og klippimyndalist. Bolinn verður hægt að fá í bláum, grænum og gulum litum. Hins vegar eru bolir hannaðir af listamanninum Hugleiki Dagssyni sem óþarft er að kynna enda einn vel þekktur á Íslandi. Hann hefur áður hannað endurskinsmerki fyrir samtökin og erum við honum þakklát fyrir stuðninginn gegnum árin. Hugleiks bolirnir koma í tveimur útgáfum sem sjá má í vefverslun ADHD samtakanna. Báðar tegundirnar eru fáanlegar í dömu-, unisex- og barnasniðum. Hægt er að máta og nálgast bolina á skrifstofu samtakanna, Háaleitisbraut 13, 2. hæð. Einnig er hægt að fá þá senda hvert á land sem er. ATH: sendingargjald leggst á allar sendingar. Tryggðu þér eintak!

Sumarhátíð ADHD samtakanna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Í gær héldu ADHD samtökin sumarhátíð sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Um 200 félagsfólk mætti á hátíðina og gat notið sín í blíðskapar veðrinu. Heitt var á grillinu og boðið var upp á SS pylsur og drykki frá Ölgerðinni. Skemmtileg dagskrá var fyrir börn á öllum aldri en Lalla töframann gekk um með blöðrur og ýmis töfrabrögð ásamt Því sem hann spilaði nokkur lög. Einnig var boðið upp á andlitsmálingu , krakkakarókí og listasmiðjan bauð upp á föndur fyrir alla fjölskylduna. ADHD samtökin þakka öllum sem mættu og óskar félagsfólki sínugleðilegt sumar.

Sumar- og haustnámskeið ADHD samtakanna

Opnað hefur verið fyrir skráningu næstu námskeið ADHD samtakanna. Framboðið er meira en nokkru sinni fyrr. Áfram verða á dagskránni námskeið sem hafa verið í boði með einum eða öðrum hætti á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof meðal þátttakenda en nú bætast einnig við ný og spennandi sjálfsstyrkingarnámskeið og sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni með ADHD. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur fyrstur fær. Nánar má fræðast um námskeiðin hér fyrir neðan:

Nýr starfsmaður ADHD samtakanna

Sindri Freyr Ásgeirsson hefur verið ráðinn á skrifstofu ADHD samtakanna sem verkefnastjóri upplýsingamála. Hann er að ljúka námi í stjórnmálafræði og hefur á síðustu árum komið víða við. Sindri Freyr hefur í störfum sínum unnið við markaðs- og kynningamál og því mikill fengur fyrir samtökin að fá hann til starfa. Sindri Freyr mun sinna verkefnum er varða upplýsingamiðlum, kynningar- og markaðsmál ásamt því að hann mun sinna daglegum verkefnum á skrifstofunni. Við bjóðum Sindra Frey velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins!

Team ADHD - Hlaupum fyrir Betra líf með ADHD í 35 ár!

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið er komin á fullt og öll getum við tekið þátt og safnað áheitum. Í tilefni af 35 ára afmæli ADHD samtakanna óskum við eftir þínum stuðningi og hlaupum fyrir Betra líf með ADHD í 35 ár! Öll sem hlaupa fyrir ADHD samtökin fá ókeypis hlaupabol að gjöf sem þakklætisvott - mikið úrval af flottum bolum í tilefni af 35 ára afmælinu! Vertu með í TEAM ADHD - Betra líf með ADHD í 35 ár!