31.10.2024
Valdís Hrönn verður með örfyrirlestur þar sem hún kynnir grunnatriði sem snúa að ADHD og fjármálum 4. nóvember sem er opinn fyrir alla.
Hún verður svo með vefnámskeið á vegum ADHD samtakanna 12. og 19. nóvember um ADHD og fjármál þar sem hún fer betur í þá þætti sem hún kynnir stuttlega á opna fyrirlestrinum.
14.10.2024
Hljóðbókasafn íslands hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna í ár fyrir ómetanlega þjónustu til handa börnum og fullorðnum með ADHD sem erfitt eiga með að nýta sér prentað mál. Verðlaunin voru afhent á málþinginu Konur - vitund og valdefling sem haldið var í Jötunheimum, sal Skátafélagsins Vífils í Garðabæ.
Borgarfulltrúinn, Dóra Björt Guðjónsdóttir og formaður ADHD samtakanna, V
27.09.2024
Fullt var út úr dyrum á fræðslufundi ADHD samtakanna 25. september síðastliðinn. Mikill fjöldi fylgdist líka með í streymi á ADHD í beinni á facebook. Það var Signý Gunnarsdóttir talmeinafræðingur sem sá um fræðsluna. Næsti fræðslufundur er 2. október nk. og verður hann aðgengilegur í streymi fyrir félagsfólk.
16.09.2024
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og í ár beinum við sjónum okkar að ADHD og konum.
15.09.2024
Yfir 40 mættu á fræðslufund um krefjandi hegðun barna og unglinga 10. september síðastliðinn sem ADHD samtökin í samvinnu við ADHD Suðurland stóðu fyrir.