29.05.2024
Síðustu forvöð að skrá barn í Gauraflokk KFUM í Vatnaskógi í sumar. Um er að ræða sumarbúðadvöl fyrir 10-12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir sem unnið er í samstarfi við ADHD samtökin.
Frekari upplýsingar og skráning á vef KFUM hér að neðan: https://www.kfum.is/sumarstarf/vatnaskogur/gauraflokkur/
24.04.2024
Lokafrestur fyrir skráningu - Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD frá 6-12 ára aldri verður haldið á laugardaginn, 27. apríl 2024 í húsakynnum ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og í gegnum fjarfundarbúnað. Pabbi, mamma, afi, amma... öll velkomin!
18.04.2024
Aðalfundur ADHD samtakanna fór fram þriðjudaginn 16. apríl 2024 í húsakynnum félagsins að Háaleitisbraut 13. Á fundinum var kjörið í stjórn samkvæmt lögum samtakanna, ársreikningar vegna 2023 afgreiddir og ályktað um brýnustu verkefnin fram undan í geðheilbrigðismálum.