Sumarhátíð ADHD samtakanna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Í gær héldu ADHD samtökin sumarhátíð sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Um 200 félagsfólk mætti á hátíðina og gat notið sín í blíðskapar veðrinu. Heitt var á grillinu og boðið var upp á SS pylsur og drykki frá Ölgerðinni. Skemmtileg dagskrá var fyrir börn á öllum aldri en Lalla töframann gekk um með blöðrur og ýmis töfrabrögð ásamt Því sem hann spilaði nokkur lög. Einnig var boðið upp á andlitsmálingu , krakkakarókí og listasmiðjan bauð upp á föndur fyrir alla fjölskylduna. ADHD samtökin þakka öllum sem mættu og óskar félagsfólki sínugleðilegt sumar.

Sumar- og haustnámskeið ADHD samtakanna

Opnað hefur verið fyrir skráningu næstu námskeið ADHD samtakanna. Framboðið er meira en nokkru sinni fyrr. Áfram verða á dagskránni námskeið sem hafa verið í boði með einum eða öðrum hætti á liðnum árum og hafa hlotið mikið lof meðal þátttakenda en nú bætast einnig við ný og spennandi sjálfsstyrkingarnámskeið og sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni með ADHD. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum, en fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur fyrstur fær. Nánar má fræðast um námskeiðin hér fyrir neðan:

Nýr starfsmaður ADHD samtakanna

Sindri Freyr Ásgeirsson hefur verið ráðinn á skrifstofu ADHD samtakanna sem verkefnastjóri upplýsingamála. Hann er að ljúka námi í stjórnmálafræði og hefur á síðustu árum komið víða við. Sindri Freyr hefur í störfum sínum unnið við markaðs- og kynningamál og því mikill fengur fyrir samtökin að fá hann til starfa. Sindri Freyr mun sinna verkefnum er varða upplýsingamiðlum, kynningar- og markaðsmál ásamt því að hann mun sinna daglegum verkefnum á skrifstofunni. Við bjóðum Sindra Frey velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins!

Team ADHD - Hlaupum fyrir Betra líf með ADHD í 35 ár!

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið er komin á fullt og öll getum við tekið þátt og safnað áheitum. Í tilefni af 35 ára afmæli ADHD samtakanna óskum við eftir þínum stuðningi og hlaupum fyrir Betra líf með ADHD í 35 ár! Öll sem hlaupa fyrir ADHD samtökin fá ókeypis hlaupabol að gjöf sem þakklætisvott - mikið úrval af flottum bolum í tilefni af 35 ára afmælinu! Vertu með í TEAM ADHD - Betra líf með ADHD í 35 ár!

Sumarhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 7. júní

Í tilefni 35 ára afmælisárs ADHD samtakanna bjóða samtökin öllum félagsmönnum á sumarhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þann 7. júní frá kl.16-20. Í boði verður skemmtileg dagsskrá og veitingar - ókeypis inn og í öll tæki fyrir félagsfólk ADHD samtakanna og fjölskyldur þeirra!

Sumarnámskeið í júní fyrir börn með ADHD

Í júní munu ADHD samtökin í fyrsta sinn standa fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn með ADHD. Annarsvegar rafíþróttanámskeið fyrir 10-13 ára í samvinnu við rafíþróttadeild Fylkis og hinsvegar námskeið í tölvuleikjagerð og sköpun í Minecraft í samvinnu við Skema í HR, fyrir 7-10 ára. Bæði námskeiðin eru opin öllum kynjum og fá umsjónaraðilar sérstaka fræðslu um ADHD og tómstundastarf með börnum með ADHD. Fjölskyldur félagsfólks í ADHD samtökunum fá veglegan afslátt af þátttökugjaldi. Nánari upplýsingar

Fræðslufundur Eyjum - ADHD og parasambönd

25. maí kl. 20:00-21:00 Fræðslufundur í Eyjum - ADHD og parasambönd. Farið verður í birtingamyndir jákvæðra og neikvæðra samskipta í samböndum fólks með ADHD, sem og mikilvægi þekkingar á röskuninni, þá fyrir báða aðila í sambandinu. Skoðað verður hvernig hægt er að takast á við áskoranir með jákvæðum hætti til að bæta samskipti.

Fræðslufundur Selfossi - ADHD og sumarfrí

Við minnum á fræðslufundinn í kvöld klukkan 20:00. Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól, sumar og taumlaus gleði....eða hvað? Þrátt fyrir að sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og skemmtilegra viðburða fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Rútínan riðlast og óvissa getur tekið völdin. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum getur þessi tími valdið mikilli streitu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur fara yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, benda á hagnýt ráð til lausnar og leiða umræður. Fundurinn verður haldinn í Vallaskóla, Sólvöllum 2, 800 Selfoss, þann 25. maí kl. 20:00. ATH! Gengið er inn af Engjavegi. Skráðu þig á facebook viðburðinn og fáðu áminningu: https://fb.me/e/3DWWtwjYa Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd

Fræðslufundur í kvöld - Úlfatíminn

Við minnum á fræðslufundinn í kvöld klukkan 20:00. Hvaða foreldri kannast ekki við erfiðleikana og pirringinn sem skapast hjá börnum eftir að leikskóla lýkur og fram að háttatíma? Þetta er svokallaður úlfatími. Skapsveiflur, pirringur, hegðunarerfiðleikar og þessháttar eru ekki óalgengir hjá börnum á þessum tímapunkti og sérstaklega börnum með ADHD. Að versla í matinn, elda, borða, baða, bursta tennur, koma barninu í rúmið og svæfa er eilíf barátta. Þetta reynir á þolinmæðina og getur verið gríðarlega krefjandi tími. Hvernig er hægt að draga úr þessum árekstrum? Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fer yfir nokkur góð ráð og aðferðir sem hægt er að nota til að létta heimilislífið og skapa jákvæðar samverustundir. Fundurinn fer fram í húsakynnum samtakanna Háaleitisbraut 13, á fjórðu hæð. Heitt á könnunni. Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu um hann: https://fb.me/e/2dHbCfkdc Hér er tengill til að skrá sig í samtökin: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd Verið velkomin á fræðslufundinn!

ADHD og náin sambönd - opinn fræðslufundur

ADHD og náin sambönd - opinn fræðslufundurinn í kvöld, þriðjudaginn 9. maí kl. 20:00 - 21.00 í húsakynnum ADHD samtakanna Háaleitisbraut 13 og í streymi á ADHD í beinni fyrir skráða meðlimi samtakanna. Sjáumst!