Þarft þú að taka stjórnina á þínu lífi?
Þá er þetta námskeið fyrir þig.
Markmiðið með námskeiðinu er að:
- Veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar.
- Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum.
- Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi.
- Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur.
Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari. Athugið að ekki þarf að vera með formlega greiningu til að geta skráð sig.
Námskeiðið verður að haldið í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Leiðbeinandi er Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Allar frekari upplýsingar og skráning hér fyrir neðan:
Taktu stjórnina! | ADHD samtökin