Fyrsti fræðslufundur haustsins í kvöld

Úlfatíminn - fræðslufundur kl. 20 í kvöld

Fyrsti fræðslufundur haustsins er í kvöld kl. 20

Nú þegar sumarfríin eru búin og hversdagsleikinn tekur við eiga margir foreldrar barna með ADHD í erfiðleikum með það sem við köllum Úlfatímann þ.e. tíminn eftir skóla fram að háttatíma.
Skapsveiflur, krefjandi hegðun og þreyta ýta undir óæskilegar uppákomur.
Þetta reynir á þolinmæðina og getur verið gríðarlega krefjandi tími á heimilinu.
 
Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fer yfir leiðir og úrræði til þess að takast á við þennan tíma.
 
Fræðslufundurinn verður í streymi og er eingöngu aðgengilegur skuldlausu félagsfólki ADHD samtakanna á fb síðunni ADHD í beinni.
Hér er hægt að ganga í samtökin :https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-adhd