Minna áreiti, meiri einbeiting og vellíðan
Hvernig getur innanhússumhverfið unnið með okkur, ekki á móti?
Tanja Dís Magnúsdóttir, eigandi Kyrrð Interiors, fjallar um hvernig vel ígrundað rýmisskipulag, lýsing, hljóðvist, lita- og efnisval geta dregið úr áreiti og aukið einbeitingu, vellíðan og framleiðni, sérstaklega hjá einstaklingum með skynnæmni.
Við nýtum allt að 90% af lífinu innandyra og þriðjung þess í vinnunni. Gerðu rýmið að styrk, ekki hindrun.

Fræðslufundur sem nýtist öllum sem vilja betra vinnu- og daglegt umhverfi.
Við minnum á að fræðslufundurinn er eingöngu í streymi fyrir félagsfólk ADHD samtakanna inni á facebook síðunni ADHD í beinni. Vinsamlega setjið kennitölu þess sem er skráð/ur í samtökin sem svar við spurningu þegar óskað er eftir aðgangi.
Árgjald ADHD samtakanna er 3950kr og auk aðgangs að fræðslufundum í streymi fær félagsfólk veglegan afslátt í vefverslun okkar og af námskeiðum.