Aðalfundur ADHD 2016

Aðalfundur ADHD samtakanna árið 2016 verður haldinn í húsnæði samtakanna, Háaleitisbraut 13, mánudaginn 14. mars n.k. klukkan 20:00. Meðal venjulegra aðalfundarstarfa er kosning stjórnar en nú háttar svo til að kjósa þarf í sjö sæti í aðal- og varastjórn. Öllum fullgildum félagsmönnum ADHD er heimilt að bjóða sig fram til setu í stjórn samtakanna.

Þessi mál skulu tekin til meðferðar á aðalfundi:

 1. Félagsstjórn gerir grein fyrir störfum samtakanna á liðnu starfsári
 2. Félagsstjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna fyrir liðið ár til samþykktar. Reikningsár samtakanna er almanaksárið
 3. Lagabreytingar
 4. Kosning stjórnar
 5. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna til eins árs í senn
 6. Ákvörðun félagsgjalda
 7. Önnur mál

Stjórn ADHD er skipuð sjö mönnum og tveimur til vara.

Nú háttar svo til að kjósa þarf í eftirtalin embætti:

 • varaformann til eins árs
 • ritara til tveggja ára
 • gjaldkera til tveggja ára
 • tvo meðstjórnendur til tveggja ára
 • einn varamann til tveggja ára
 • einn varamann til eins árs

Allir fullgildir félagsmenn ADHD samtakanna geta boðið sig fram til setu í stjórn. Þá skulu allar kosningar vera skriflegar ef fleiri en eitt framboð kemur fram.

Í lögum ADHD samtakanna segir að allir geti orðið félagar í ADHD samtökunum sem orðnir eru 18 ára, foreldrar, aðstandendur og þeir sem greinst hafa með ADHD, auk styrktarfélaga og annars áhugafólks um ADHD. Þá segir ennfremur að félagsmönnum sé skylt að greiða það félagsgjald sem aðalfundur ákveður.

SENDA INN FRAMBOÐ TIL STJÓRNAR

Einnig er hægt að bjóða sig fram til setu í stjórn á aðalfundinum sjálfum.