ADHD í beinni

ADHD í beinni fyrir félagsmenn samtakanna
ADHD í beinni fyrir félagsmenn samtakanna

Vegna gríðarlegs áhuga og eindreginna óska vítt og breytt af landinu, hafa ADHD samtökin ákveðið að bjóða félagsmönnum ADHD samtakanna, uppá ókeypis streymi frá fræðslufundi kvöldsins,  ADHD - er mataræði málið?

Nýir og skuldlausir félagsmenn samtakanna, geta óskað eftir skráningu í Facebook hópinn ADHD í beinni og fylgst með viðburðinum þar - sem og öðrum viðburðum ADHD samtakanna í framtíðinni. Eins og annað í starfsemi samtakanna, gildir félagsaðildin fyrir þann sem er skráður og þá fjölskyldumeðlimi sem eru búsettir á sama stað.

Þeir sem ekki eru þegar skráðir í samtökin geta skrá sig í samtökin á meðfylgjandi slóð: https://www.adhd.is/is/styrkja-adhd/gerast-felagsmadur

Það er von ADHD samtakanna að þessi nýbreyttni og aukna þjónusta við félagsmenn falli í góðan jarðveg, ekki síst á landsbyggðinni þar sem mun auðveldara verður að taka virkann þátt í starfseminni með þessu móti.