ADHD og fjármál - fjarnámskeið

ADHD og fjármál

Stutt fjarnámskeið um fjármál fyrir fólk með ADHD verður haldið í næstu viku. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir varðandi ADHD og fjármála yfirsýn. Við förum yfir hvernig við getum byggt upp betra samband við fjármálin okkar, vinnum með hvatvísi og segjum bless við skömmina sem fylgir oft óreiðu í fjármálum. Við lærum mismunandi aðferðir til að setja okkur fjárhagsleg markmið og standa við þau og hvar við getum sparað. Við förum yfir hvernig er hægt að halda heimilisbókhald á einfaldan og skemmtilegan hátt og hvernig við búum okkur til ADHD vænar fjármála rútínur. Við einbeitum okkur betur að því að byggja upp jákvæðar tilfinningar fyrir fjármálin okkar og hvað það kostar okkur í raun og veru að lifa. Þú færð verkfæri eftir námskeiðið til þess að vera betur tengd við peningana þína til að stjórna þeim í stað þess að þeir stjórni þér.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Valdís Hrönn Berg, fjárhagsmarkþjálfi.

Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom, laugardaganna 13. apríl og 20. apríl frá kl. 10:00 og 12:00.

Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér.

Félagsfólk í ADHD samtökunum fá verulegan afslátt af þátttökugjaldinu og er hægt að skrá sig í félagið hér.