Farsælt fjölskyldulíf á aðventunni

Minnum á spjallfundinn í kvöld í Grófinni Hafnarstræti 95. kl. 20:00 til 21.30.

Fundurinn sem ber yfirskriftina Friðsælt fjölskyldulíf á aðventunni er ætlaður börnum og ungmennum með ADHD, aðstandendum þeirra og öðrum áhugasömum.

Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur mun fjalla um algengar áskoranir sem fylgt geta breyttri rútínu á aðventu og jólum í fjölskyldum einstaklinga með ADHD. Ýmis ráð og hugmyndir verða kynnt til sögunnar sem dregið geta úr streitu og spennu og stuðlað að jákvæðum samskiptum innan fjölskyldunnar.

Þátttakendur eru hvattir til að taka virkan þátt í umræðunum og gaman væri ef ólík sjónarhorn myndu heyrast.

Komum saman og eigum notalega stund í aðdraganda hátíðar, gleði og friðar. Boðið verður upp á jólaöl, kaffi og smákökur.

Hægt er skrá sig á Facebook: https://www.facebook.com/events/3362814833941552/?ref=newsfeed

Til að skrá sig í samtökin á eftirfarandi hlekk: https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Allir velkomnir!!