ADHD og lyf

Opinn spjallfundur miðvikudaginn 5. desember
Opinn spjallfundur miðvikudaginn 5. desember

ADHD samtökin bjóða upp á spjallfund, miðvikudaginn 5. desember 2018 kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum og forráðamönnum barna með ADHD. Yfirskrift fundarins er "ADHD og lyf".

Umsjón hafa Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna.

Allir eru velkomnir, heitt á könnunni, piparkökur og kósý aðventustemmning og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.